Köfnunarefnismengun vaxandi vandamál

140513092537-largeKöfnunarefnissambönd eiga stóran þátt í mengun vatns og lofts og stuðla þannig að aukinni tíðni sjúkdóma á borð við astma og krabbamein. Þetta kom fram í rannsókn Potsdam stofnunarinnar sem sagt er frá í maíhefti Nature Communications. Um helmingur þess köfnunarefnis sem notað er í tilbúinn áburð skilar sér ekki í jarðveginn, en berst þess í stað út í umhverfið með vindi og vatni. Notkun köfnunarefnisáburðar er talin nauðsynleg í fæðuframleiðslu en köfnunarefnissambönd geta valdið auknu svifryki, leitt til ósonmengunar við yfirborð jarðar og komið ójafnvægi á vistkerfi vatna. Talið er að tjón vegna köfnunarefnismengunar í Evrópu nemi um 1-4% af þjóðarframleiðslu. Gera má ráð fyrir að mengun af völdum köfnunarefnis aukist um 20% fram til ársins 2050 ef ekkert er að gert, en með réttum viðbrögðum væri hægt að minnka hana um helming. Til þess þurfa bændur að byggja áburðarskammta á jarðvegsmælingum og nýta búfjáráburð í auknum mæli. Þá þurfa neytendur að draga úr kjötneyslu og sóun matvæla.
(Sjá frétt Science Daily 13. maí).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s