Hælstykki í Adidasskóm úr vor- og haustlínunni 2014 verða að hálfu úr endurunnum matarumbúðum úr plasti. Um er að ræða stykki sem sett er í sólann við hælinn til að veita stuðning og er venjulega úr hitadeigu gúmmíi og pólýstýren. Vegna hækkandi verðs þessara hráefna fór birginn Framas að leita að staðgengilsefnum og þá kom í ljós að mikill fjárhagslegur og umhverfislegur sparnaður felst í að nýta endurunnin pólýstýren efni. Framas framleiðir um 110 milljónir slíkra stykkja árlega og gerir ráð fyrir að með þessari nýju aðferð megi koma í veg fyrir urðun á um 1.500 tonnum af pólýstýreni á ári.
(Sjá frétt EDIE í gær).