Býfluguvænn lífstíll

byflugurÁætlað er að um 12 af þeim 206 býflugna- og humlutegundum sem fundist hafa í Noregi séu ekki lengur til staðar í náttúrunni. Býflugur leika afar stórt hlutverk í vistkerfum jarðar með því að sjá um frævun plantna, en talið er að um 9,5% af landbúnaðarframleiðslu heimsins séu háð þessari þjónustu. Í ljósi þessa hafa Umhverfisstofnun Noregs (Miljødirektoratet) og Norska garðyrkjufélagið (Hageselskapet) hleypt af stokkunum átakinu „Suðandi garðar“ (n.summende hager), sem kynnt var í gær. Verkefnið hefur það að markmiði að sýna íbúum hverju þeir geti breytt til að bjarga býflugum. Birtir eru listar yfir býfluguvænar plöntur og runna, varað við notkun skordýraeiturs og sett fram ráð um það hvernig byggja megi upp býfluguhótel og hirða garða að öðru leyti þannig að þeir verði meira aðlaðandi fyrir skordýr. Verkefnið hefur sína eigin Fésbókarsíðu.
(Sjá frétt á heimasíðu Miljødirektoratet í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s