Með því að nota spjaldtölvur í stað útprentaðra farþegalista, flughandbóka, gátlista og annara skjala munu flugvélar flugfélagsins EasyJet léttast og með því sparast um 56 milljónir króna í eldsneyti árlega. Hver flugfarmur verður um 25 kg léttari, auk þess sem auðveldara verður að uppfæra skjöl. EasyJet er þekkt fyrir lág fargjöld og á síðustu misserum hefur félagið dregið verulega úr rekstrarkostnaði með því að seinka ræsingu véla, beita samfelldri aðflugstækni, minnka notkun aukarafstöðva á jörðu niðri, hanna léttari farþegasæti og nota léttari vagna í farþegarými svo eitthvað sé nefnt. EasyJet fullyrðir að kolefnisspor farþega flugfélagsins sé nú um 22% minna en hjá hefðbundnum flugfélögum.
(Sjá frétt EDIE 9. maí).