Matjurtagarðar hafa verið útbúnir á þökum fimm lestarstöðva í Tokyo. Þeir er hluti af svonefndu Soradofarm-verkefni Austur-Japanska járnbrautarfélagsins, en þar er íbúum gefinn kostur á að rækta sinn eigin þriggja fermetra garð á meðan þeir bíða eftir lestinni. Reiturinn og nauðsynlegustu garðverkfæri eru leigð út til áhugasamra fyrir um 100 þúsund jen á ári (um 110 þús. ísl. kr.). Íbúar Tokyo hafa flestir litla möguleika á að stunda garðrækt vegna plássleysis, auk þess sem mikill tími fer yfirleitt í samgöngur milli heimilis og vinnustaðar. Vonast er til að verkefnið auki vellíðan íbúa og dragi úr streitu með því að gefa fólki kost á aukinni útiveru og fersku lofti.
(Sjá frétt Treehuggers 26. mars).