HP notar umbúðir úr hálmi

25962_160Tölvurisinn Hewlett-Packard hefur tekið í notkun umbúðir úr hálmi á framleiðslustöðum sínum í Kína. Yfirleitt er hálmurinn brenndur til að rýma fyrir næstu uppskeru en nú er hann þess í stað nýttur til framleiðslu bylgjupappa og umbúða úr mótuðum pappamassa. Samkvæmt upplýsingum frá HP hefur framleiðsla umbúða úr hálmi í för með sér 90% minni vatnsnotkun, 40% minni orkunotkun og 25% minni losun koltvísýrings en hið hefðbundna framleiðsluferli þar sem pappamassi er unninn úr viði. Notkun hálms minnkar álag á nytjaskóga auk þess sem umbúðirnar eru léttari og skila því bæði umhverfislegum og fjárhagslegum sparnaði í flutningum. Þar að auki hefur þessi nýjung skapað störf og bætt afkomu bænda í sveitum Kína.
(Sjá frétt EDIE 3. mars).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s