Í næsta mánuði siglir fyrsta tankskipið með geymsluþolna lífrænt vottaða mjólk frá Danmörku til Kína. Mjólkurvöruframleiðandinn Thise stendur fyrir þessum útflutningi, en fyrirtækið fékk nýlega sína fyrstu pöntun úr þessari átt. Mikil eftirspurn er eftir lífrænum matvörum í Kína, sem m.a má rekja til endurtekinna hneykslismála í þarlendum matvælaiðnaði. Lífrænir framleiðendur í Danmörku hafa þegar haslað sér völl í Kína og sem dæmi má nefna að mjólkurvöruframleiðandinn Arla selur nú lífrænt vottaðar vörur í 8.000 verslunum í Shanghai.
(Sjá frétt á heimasíðu Økologisk landsforening 23. janúar).