Á bílasýningunni CES2014, sem hefst í Las Vegas í dag, mun bílaframleiðandinn Ford sýna fyrsta tengiltvinnbílinn sem nýtir sólfangara á þaki til að hlaða rafhlöðurnar. Vonir standa til að sólarorkan dugi fyrir allt að 75% af daglegum bílferðum meðalökumanns.
(Sjá frétt Teknisk Ukeblad 4. janúar).