Samkomulag um lífræna framleiðslu og fjölgun starfa í dönskum landbúnaði

Danskur bóndiSkömmu fyrir jól náðist breið samstaða á danska þinginu um stuðning við lífræna framleiðslu á landsbyggðinni á sama tíma og dregið var úr heildarumfangi landsbyggðarstyrkja. Með þessu á að skapa fleiri störf og bæta umhverfið, en samkvæmt samkomulaginu verður 100 milljónum DKK (um 2,13 milljörðum ísl. kr.) varið í fjárfestingar í lífrænum landbúnaði á árunum 2014-2015, m.a. í aðstöðu til fullvinnslu ávaxta, grænmetis og kjötvöru og í stuðning við byggingu nýrra gripahúsa hjá bændum sem vilja skipta yfir í lífrænan landbúnað. Í samkomulaginu felst einnig staðfesting á fyrri markmiðum stjórnvalda um að 60% allra matvæla sem boðið er upp á í mötuneytum hins opinbera skuli vera lífræn. Í því skyni verða 68 millj. DKK (um 1,45 milljarðar ísl. kr.) settir í það á næstu tveimur árum að bæta menntun og kosta breytingar í mötuneytunum.
(Sjá frétt á heimasíðu Økologisk landsforening 20. desember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s