Rafbíllinn Nissan Leaf var söluhæsti fólksbíllinn í Noregi í október. Þá seldust 716 slíkir bílar, eða sem nemur 5,6% af allri bílasölu í landinu. Þetta var annar mánuðurinn í röð þar sem rafbíll er efstur á sölulistanum, en í september var sportbíllinn Tesla S á toppnum með 616 selda bíla. Markaðshlutdeild Nissan Leaf er 3,2% það sem af er árinu og hafa aðeins þrjár bílategundir selst betur. Norðmenn virðast vera í broddi fylkingar í rafbílavæðingunni, en það er m.a. rakið til ríkulegra niðurgreiðslna, niðurfellingar bílastæðagjalda, ókeypis aðgangs að hleðslustöðvum, undanþágu frá vegatollum og aðgangs að strætisvagnaakreinum.
(Sjá frétt Reuters 1. nóvember).