Hormónaraskandi áhrif bisfenóls-A (BPA) geta komið fram við mun lægri styrk en áður var talið. Í ljósi nýrrar þekkingar á virkni hormóna og hormónaraskandi efna hefur hópur vísindamanna rýnt nánar í niðurstöður eldri rannsókna á áhrifum lítilla skammta af BPA á frumur líkamans. Í þessari yfirferð kom í ljós að efnið getur haft skaðleg áhrif, jafnvel þótt styrkur þess sé allt niður í 1/40 af því sem áður var miðað við, eða með öðrum orðum nálægt því sem algengt er að fólk verði fyrir í daglegu lífi. Áhrifin geta m.a. komið fram í blöðrum á eggjastokkum, breyttum ofnæmisviðbrögðum, hegðunarvandkvæðum og skertri frjósemi.
(Sjá frétt ScienceDaily í dag).