Kolefniskvótinn uppurinn 2034 með sama áframhaldi

CO2 EDIEStærstu hagkerfi heimsins þurfa að draga úr kolefniskræfni sinni (koltvísýringslosun á hverja framleiðslueiningu (e. carbon intensity)) um 6% á ári ef takast á að viðhalda hagvexti án þess að meðalhitastig í heiminum hækki um meira en 2°C á þessari öld, ef marka má nýja skýrslu frá Pricewaterhouse Coopers. Í skýrslunni kemur einnig fram að á síðustu fimm árum hafi kolefniskræfnin aðeins minnkað um 0,7% á ári, og að jafnvel þótt þessi tala væri tvöfölduð muni hitastig hækka um 4°C fyrir aldamót, þ.e. í líkingu við svörtustu spá IPCC (Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar). Ef svo heldur sem horfir verði kolefniskvóti jarðarbúa uppurinn árið 2034, sem þýðir að þá yrði að hætta losun alfarið til að komast hjá hlýnun umfram 2°C.
(Sjá frétt EDIE 4. nóvember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s