Strendur Síberíu hopa

MuostakhMikið sjávarrof hefur orðið á allra síðustu árum við strendur Síberíu samfara hækkun hitastigs. Vegna sífrera á strandsvæðum hafa þau staðið af sér ágang sjávar um aldir, en örlítil hækkun lofthita leiðir til nægjanlegrar þiðnunar sífrerans til að sjórinn nái yfirhöndinni. Vísindamenn frá Alfred Wegener stofnuninni hafa reiknað út að einnar gráðu hækkun meðalhitastigs yfir sumarmánuðina leiði til aukins sjávarrofs sem nemur 1,2 m á ári. Verst er ástandið á eyjunni Muostakh austur af óshólmum Lenu. Um 24% af flatarmáli eyjunnar hafa þegar tapast, og líkur eru á að hún molni niður og hverfi með öllu á næstu 100 árum.
(Sjá frétt ScienceDaily 29. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s