Plöntueitrið Glyphosate getur stuðlað að hormónaháðum krabbameinsvexti í brjóstum kvenna jafnvel þótt styrkur efnisins sé ekki hærri en oft gerist þar sem það er notað sem illgresiseyðir. Þetta kemur fram í grein í septemberhefti tímaritsins Food and Chemical Toxicology. Glyphosate er þekktast undir vörumerkinu Roundup. Efnið er mjög mikið notað í landbúnaði, ekki síst við ræktun erfðabreyttra sojabauna, nánar tiltekið svonefnds „Roundup ready“ afbrigðis. Áhrif efnisins á krabbameinsvöxt virðast magnast þar sem plöntuestrógenið genistein er einnig til staðar, en talsvert er einmitt af því efni í sojabaunum.
(Sjá grein í septemberhefti Food and Chemical Toxicology).
Húrra fyrir Roundup Ready GMO 😦