Samkvæmt nýrri samantekt sem birtist á vefsíðu vísindatímaritsins Science í dag vaxa um 16.000 mismunandi trjátegundir í Amazonskóginum. Áætlað er að heildarfjöldi trjáa í skóginum sé um 390 milljarðar. Samantektin byggir á niðurstöðum 1.170 rannsókna sem gerðar hafa verið á skóginum, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem tekst að búa til sæmilega heildarmynd af þessu einstæða lífríki.
(Sjá frétt The Guardian í dag).