Fyrsta Svansmerkta viðbyggingin

Viðbygging SvanurinnÞrjátíu íbúða viðbygging við hálfrar aldar gamalt tveggja hæða hús í Sandviken í Svíþjóð verður fyrsta Svansmerkta viðbyggingin á Norðurlöndunum. Fyrstu viðmiðunarreglur Svansins fyrir byggingar tóku gildi 2005, en á síðasta ári var gildissviðið útvíkkað þannig að reglurnar næðu líka til viðbygginga. Svansmerkt viðbygging ætti í flestum tilvikum að vera ódýrari í rekstri en aðrar slíkar byggingar, þar sem Svanurinn gerir miklar kröfur um orkunýtingu, auk krafna um val á byggingarefnum o.m.fl. Í húsinu í Sandviken er t.d. notaður varmaskiptir til að nýta hitann í frárennslisvatninu. Húsið sem byggt er við þarf ekki að standast kröfur Svansins, en hins vegar gilda kröfurnar um öll sameiginleg rými. Íbúarnir í eldri hlutanum njóta því einnig góðs af.
(Sjá frétt á heimasíðu Svansins í Svíþjóð í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s