Í síðustu viku veitti skoska ríkisstjórnin fyrirtækinu MeyGen Ltd. leyfi til að hleypa af stokkunum stærsta sjávarfallaorkuverkefni í Evrópu í Pentlandfirði milli Orkneyja og meginlands Skotlands. Fyrsta skrefið í verkefninu felst í byggingu 9 MW tilraunavirkjunar, en ætlunin er að virkjunin verði 86 MW þegar upp er staðið. Virkjun af þeirri stærð ætti að geta séð 42.000 heimilum fyrir raforku. Pentlandfjörður er talinn henta einstaklega vel til virkjunar sjávarfallaorku, en menn greinir nokkuð á um raunverulega framleiðslugetu.
(Sjá frétt PlanetArk 17. september).