PFOA bannað í Noregi

PFOAFrá og með 1. júní 2014 mega neytendavörur sem seldar eru í Noregi ekki innihalda efnið PFOA (perflúoroktansýru). Með þessu banni ganga norsk stjórnvöld lengra en Evrópusambandið, en rökin eru þau að efnið sé eitrað fyrir þá sem umgangast það oft, krabbameinsvaldandi og dragi úr frjósemi, auk þess sem það brotni mjög hægt niður í náttúrunni. Efnið safnast einnig fyrir í líkömum fólks og hefur m.a. fundist í blóði og móðurmjólk. PFOA getur verið til staðar í ýmsum vörum til daglegra nota. Efnið hrindir frá sér vatni og fitu og hefur m.a. verið notað í málningu, regnfatnað, skíðaáburð og steikarpönnur (teflon).
(Sjá frétt á heimasíðu norska umhverfisráðuneytisins 17. september).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s