Ný tækni í þörungaræktun

PhotobioreactorVísindamenn við Háskólann í Alicante hafa fengið einkaleyfi á nýrri gerð ræktunartanka sem gera það mögulegt að ná meiri afköstum í ræktun smásærra þörunga en áður hefur þekkst. Nýjungarnar í þessum búnaði felast m.a. í minni þörf fyrir reglubundna hreinsun, minna viðhaldi og betri nýtingu koltvísýrings og ljóss, auk þess sem auðvelt er að stækka búnaðinn og auka framleiðsluna að sama skapi. Tæknin er enn of dýr til að teljast markaðsvæn, en fræðilega séð geta þörungar sem ræktaðir eru í þessum tönkum gefið af sér mikið magn lífolíu og verðmætra hráefna til framleiðslu á matvælum, lyfjum og snyrtivörum, þ.m.t. fitusýrur, ensím, prótein, vítamín og andoxunarefni, svo eitthvað sé nefnt, allt eftir því hvaða tegundir eru ræktaðar.
(Sjá frétt Science Daily 24. maí).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s