Neónikótínoíð bönnuð í ESB

Avaaz Bees GuardianFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað í gær að banna notkun skordýraeiturs sem inniheldur neónikótínoíð. Bannið kemur í framhaldi af áliti Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) frá því í janúar þess efnið að efnið stefni býflugum í óásættanlega hættu. Ekki var meirihluti fyrir banninu í sérfræðinganefnd sambandsins um fæðukeðjur og heilsu dýra, en framkvæmdastjórnin vísaði þeirri niðurstöðu til sérstakrar áfrýjunarnefndar. Þar greiddu 15 þjóðir atkvæði með banni en 8 voru á móti. Þar sem þetta telst ekki nægur meirihluti var málinu vísað aftur til framkvæmdastjórnarinnar sem tilkynnti ákvörðun sína í gær eins og fyrr segir. Litið er á bannið sem tímamótasigur fyrir umhverfisverndarsamtök en að sama skapi mikinn ósigur fyrir framleiðendur og stjórnvöld þeirra landa sem beittu sér hvað harðast gegn banni. Þar var Bretland framarlega í flokki.
(Sjá frétt The Guardian í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s