Samfélagið stórgræðir á grænni lífsstíl

PengeEf allir myndu fylgja einföldum ráðleggingum um umhverfismál í daglegu lífi myndi það ekki aðeins draga úr álagi á umhverfið, heldur líka spara samfélaginu stórfé. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Umhverfisstofnun Danmerkur (Miljøstyrelsen) og birt var í síðustu viku. Með bættri umhverfishegðun gætu Danir þannig sparað samfélaginu allt að 3,65 milljarða danskra króna árlega, (um 75 milljarða ísl. kr). Ráðin sem um ræðir eru að skila farsímum í endurvinnslu, nota hljóðdeyfandi rúður í hús, nota ekki varnarefni í garða, henda minni mat, kynda hóflega, meðhöndla brotnar sparperur rétt og endurnýta rafhlöður. Mestur ávinningur felst í því að henda minni mat, en ef hvert heimili gæti minnkað matarsóun um 19 kg. á ári myndu 1,7 milljarðar danskra króna sparast í matarinnkaupum, í betri nýtingu auðlinda og í lægri kostnaði vegna mengunar.
(Sjá frétt á heimasíðu danska umhverfisráðuneytisins 29. apríl).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s