Hergagnaframleiðandinn Lockheed Martin áformar að reisa 10 MW orkuver undan ströndum Kína, þar sem rafmagn verður framleitt með svonefndri hafsvarmaskiptatækni (e. Ocean Thermal Energy Conversion (OTEC)). Aðferðin hefur verið þekkt í 130 ár, en þetta verður fyrsta OTEC-orkuverið í heiminum, sem kemst nálægt því að nýta þessa tækni með hagkvæmum hætti. Orkan frá verinu ætti að geta dugað nokkur þúsund heimilum, og í framhaldinu eygja menn möguleika á að byggja sambærileg orkuver með uppsett afl allt að 100 MW. Tæknin byggir á því að nýta hitamun djúpsjávar og uppsjávar með ammoníak sem vinnslumiðil sem jafnframt er látinn drífa gufuhverflarafal.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).