Fyrsta „alvöru“ OTEC-orkuverið

OTECHergagnaframleiðandinn Lockheed Martin áformar að reisa 10 MW orkuver undan ströndum Kína, þar sem rafmagn verður framleitt með svonefndri hafsvarmaskiptatækni (e. Ocean Thermal Energy Conversion (OTEC)). Aðferðin hefur verið þekkt í 130 ár, en þetta verður fyrsta OTEC-orkuverið í heiminum, sem kemst nálægt því að nýta þessa tækni með hagkvæmum hætti. Orkan frá verinu ætti að geta dugað nokkur þúsund heimilum, og í framhaldinu eygja menn möguleika á að byggja sambærileg orkuver með uppsett afl allt að 100 MW. Tæknin byggir á því að nýta hitamun djúpsjávar og uppsjávar með ammoníak sem vinnslumiðil sem jafnframt er látinn drífa gufuhverflarafal.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s