Samið um 10 MW OTEC-orkuver

OTECÍ gær gekk hergagnaframleiðandann Lockheed Martin frá samningi um byggingu 10 MW orkuvers undan ströndum Kína, þar sem rafmagn verður framleitt með svonefndri hafsvarmaskiptatækni (e. Ocean Thermal Energy Conversion (OTEC)). Undirbúningur að þessu hefur staðið frá því í apríl, en orkuverið verður það stærsta sinnar tegundar í heiminum og hið fyrsta sem nýtir OTEC-tæknina á viðskiptalegum forsendum. Vonir standa til að innan 5 ára verði hægt að hefjast handa við byggingu mun hagkvæmara 100 MW OTEC-orkuvers á grunni reynslunnar sem fæst í þessu verkefni. OTEC-tæknin byggir á því að nýta hitamun djúpsjávar og uppsjávar með ammoníak sem vinnslumiðil sem jafnframt er látinn drífa gufuhverflarafal. Hafsvæði u.þ.b. 80 landa nálægt miðbaug hafa hitastig sem gerir þetta mögulegt.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).

Fyrsta „alvöru“ OTEC-orkuverið

OTECHergagnaframleiðandinn Lockheed Martin áformar að reisa 10 MW orkuver undan ströndum Kína, þar sem rafmagn verður framleitt með svonefndri hafsvarmaskiptatækni (e. Ocean Thermal Energy Conversion (OTEC)). Aðferðin hefur verið þekkt í 130 ár, en þetta verður fyrsta OTEC-orkuverið í heiminum, sem kemst nálægt því að nýta þessa tækni með hagkvæmum hætti. Orkan frá verinu ætti að geta dugað nokkur þúsund heimilum, og í framhaldinu eygja menn möguleika á að byggja sambærileg orkuver með uppsett afl allt að 100 MW. Tæknin byggir á því að nýta hitamun djúpsjávar og uppsjávar með ammoníak sem vinnslumiðil sem jafnframt er látinn drífa gufuhverflarafal.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).