Þrjú af hverjum fjórum 11-16 ára börnum í Bretlandi hafa áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga á líf þeirra sjálfra og á líf barna í fátækari löndum og vilja að stjórnvöld grípi til aðgerða til að bregðast við þessari ógn. Aðeins 1% breskra barna á þessum aldri segjast ekki vita neitt um loftslagsbreytingar. Þessar niðurstöður koma fram í nýrri könnun UNICEF, sem birtist á svipuðum tíma og upplýst var um áform stjórnvalda um að taka loftslagsmál út úr námsskrám fyrir börn 14 ára og yngri.
(Sjá frétt The Guardian í dag).