Vilja banna BPA

binary-1145323-17665Neytendasamtök Noregs (Forbrukerrådet) krefjast þess að bannað verði að nota efnið Bisfenól-A (BPA) í matarumbúðir. Þessi krafa kemur í kjölfar tilraunar sem samtökin gerðu í samvinnu við neytendaþátt norska ríkissjónvarpsins (NRK Forbrukerinspektørene) á tveimur starfsmönnum úr eigin röðum. Starfsmennirnir snæddu eingöngu dósamat í tvo daga, og strax eftir fyrri daginn hafði styrkur BPA í þvagi þeirra hækkað um rúmlega 1.000%. Niðursuðudósir og aðrar loftþéttar matarumbúðir eru í mörgum tilvikum húðaðar að innan með BPA til að koma í veg fyrir að málmur í umbúðunum tærist og mengi matvælin. Efnið er talið vera hormónaraskandi og draga úr frjósemi, auk annarra skaðlegra áhrifa á heilsu manna. Í löndum Evrópusambandsins er bannað að nota efnið í vörur á borð við ungbarnapela og snuð, og í Frakklandi verður BPA alfarið bannað í matarumbúðum frá og með árinu 2015.
(Sjá frétt á heimasíðu Forbrukerrådet 10. apríl).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s