Frakkar banna BPA í matarumbúðum

Dós IMSFrá og með 1. janúar 2015 verður efnið bisfenól-A (BPA) bannað í matarumbúðum í Frakklandi. Þetta var ákveðið með lögum sem sett voru á aðfangadag 2012 og kveða á um bann við framleiðslu, innflutningi, útflutningi og markaðssetningu hvers kyns matarumbúða sem innihalda efnið. Nokkur lönd hafa þegar bannað sölu á ungbarnapelum, snuðum o.fl. sem innihalda BPA, en með þessari ákvörðun ganga Frakkar lengra. Þar til bannið tekur gildi verður auk heldur skylt að merkja umbúðir sem innihalda efnið. BPA er grunneiningin í pólýkarbónatplasti og er einnig að finna í epoxýhúð sem stundum er notuð innan á niðursuðudósir. Í háum styrk getur efnið haft margvísleg skaðleg áhrif á heilsu manna, og nýlegar rannsóknir benda til áhrifa á þroskun heila, jafnvel í lágum styrk.
(Sjá frétt á forbrugerkemi.dk 28. janúar).

Ein hugrenning um “Frakkar banna BPA í matarumbúðum

  1. Bakvísun: Vilja banna BPA | 2020

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s