Árlega tapast 2,5 milljarðar sterlingspunda (um 470 milljarðar ísl. kr.) út úr bresku hagkerfi vegna urðunar úrgangs sem hefði mátt nýta betur. Þessum verðmætum væri hægt að bjarga með því að takmarka eða banna urðun úrgangsflokka á borð við matvæli, klæði, timbur og plast, með svipuðum hætti og þegar hefur verið gert með úr sér gengna bíla og raftækjaúrgang. Þetta kemur fram í rannsókn sem unnin var af Green Alliance í Bretlandi. Við kynningu á niðurstöðunum kom m.a. fram að urðun væri enn „hin sjálfgefna leið“ og að því þyrfti að breyta.
(Sjá frétt EDIE í gær).