Lífrænar vörur í mikilli sókn í Noregi

DebioÍ Noregi jókst sala á lífrænt vottuðum vörum um rúm 17% á árinu 2012 og nam samtals 1,5 milljörðum norskra króna (um 32 milljörðum ísl. kr). Mest var söluaukningin í lífrænum barnamat. Þar jókst salan um tæp 32% milli ára, en um 23% af öllum barnamat sem seldur er í Noregi er nú með lífræna vottun. Lífrænt vottaðar mjólkurvörur eru hins vegar sá vöruflokkur þar sem heildarsalan er mest. Samkvæmt útreikningum Landbúnaðarstofnunar Noregs (SLF) þarf þó að gera enn betur til að ná markmiði ríkisstjórnarinnar um 15% hlutdeild lífrænt vottaðra matvæla árið 2020. Miðað við svipaða aukningu næstu ár verður þetta hlutfall aðeins á bilinu 4-9%.
(Sjá fréttatilkynningu Landbúnaðarstofnunar Noregs 21. mars).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s