Umhverfisstofnun Danmerkur (Miljøstyrelsen) hefur fengið Tæknistofnunina í Århus til að þróa gervinef sem komið verður fyrir á Stórabeltisbrúnni á næsta ári. Frá og með 1. janúar 2015 mun „nefið“ þefa uppi brennisteinsmengun í útblæstri skipa sem sigla undir brúna. Þann dag ganga einmitt í gildi nýjar reglur Alþjóða siglingamálastofnunarinnar (IMO) um hámarksstyrk brennisteins í útblæstri skipa nálægt landi. Verði „nefið“ vart við mengun yfir mörkum verður farið um borð í viðkomandi skip, tekið sýni af eldsneyti og sektum beitt ef sýnið stenst ekki kröfur IMO.
(Sjá umfjöllun í fréttabréfinu Miljønyt 14. mars).
Bakvísun: Danska gervinefið slær í gegn | 2020