Þrír stórir framleiðendur og seljendur matvæla í Bretlandi hafa tekið höndum saman um að draga úr sóun í virðiskeðju matvælanna. Fyrirtækin sem um ræðir eru Nestlé, Sainsbury’s og Co-op, en ákvörðun þeirra kemur í kjölfar skýrslu sem birt var sl. þriðjudag, þar sem teknar voru saman niðurstöður 150 mismunandi athugana á lífsferli matvæla. Í skýrslunni er bent á tilteknar vörur þar sem tækifæri til úrbóta eru hvað mest, en í þeim hópi eru m.a. kartöflur og brauð. Fyrirtækin þrjú munu leggja áherslu á að greina tækifæri til úrbóta hvert á sínu sviði, allt frá bónda að matborði. Vonir standa til að með þessu takist að bæta nýtingu auðlinda og draga verulega úr myndun úrgangs.
(Sjá frétt EDIE 12. mars).