Varúðarreglan sannar gildi sitt

Warning EEAVarúðarreglan á nær alltaf rétt á sér við þróun nýrrar tækni. Umhverfisstofnun Evrópu hefur skoðað 88 tilvik þar sem varnaðarorð þóttu ástæðulaus og komist að þeirri niðurstöðu að aðeins í fjórum tilvikum höfðu talsmenn varúðarinnar rangt fyrir sér. Oftar en ekki hafa menn hunsað vísbendingar um hættu þar til ekki var lengur hægt að komast hjá skaðlegum áhrifum á heilsu og umhverfi. Í skýrslunni „Late Lessons from Early Warnings, II“ eru 20 slík tilvik rakin ítarlega, þ.á.m. tilvik sem varða kvikasilfursmengun frá iðnaði, frjósemisvandamál vegna notkunar skordýraeiturs, hormónaraskandi efni í algengum plastvörum og lyf sem hafa áhrif á vistkerfi. Einnig er hugað að vísbendingum varðandi tækni sem nú er í notkun, svo sem farsíma, erfðabreyttar lífverur og nanótækni. Í skýrslunni er sérstök áhersla lögð á mikilvægi þess að vísindin taki tillit til samverkandi þátta í stað þess að einangra einn þátt og einblína á áhrif hans. Mál þurfi að skoða í þverfaglegu samhengi og bregðast fyrr við hættumerkjum, sérstaklega þegar um er að ræða tæknibyltingar af einhverju tagi. Þeir sem valda skaða til frambúðar ættu að bæta hann og menn ættu að varast að mistúlka orðin „engar vísbendingar um skaðsemi“ sem „vísbendingar um enga skaðsemi“.
(Sjá frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar Evrópu í fyrradag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s