Hættuleg efni í tískufatnaði

Margir af stærstu fataframleiðendum heims nota krabbameinsvaldandi og hormónatruflandi efni í framleiðslu sinni. Í umfangsmikilli könnun á vegum Greenpeace sem sagt var frá í gær fundust efni á borð við þalöt, nónýlfenólethoxýlat (NPE) og amín, en öll þessi efni geta haft skaðleg áhrif á heilsu og frjósemi fólks í tiltölulega litlum skömmtum. Alls var skoðuð 141 flík og reyndust 63% þeirra innihalda efni af þessu tagi. Þetta gilti jafnt um ódýrari fatamerki á borð við Zara, Jack&Jones, Only og Vero Moda – og dýrari merki á borð við Esprit og Benetton og sömuleiðis Armani og Calvin Klein. Efni sem þessi eru ekki nauðsynleg í fataiðnaði og finnast t.d. ekki í umhverfismerktum fatnaði.
(Sjá frétt á heimasíðu Greenpeace í gær).

Ein hugrenning um “Hættuleg efni í tískufatnaði

  1. Bakvísun: Æskilegt að þvo föt fyrir notkun | 2020

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s