Fjárfestar kalla eftir aðgerðum í loftslagsmálum

Hópur nokkurra stærstu fagfjárfesta heims hafa sent ríkisstjórnum leiðandi ríkja bréf, þar sem varað er við því að lífeyrissparnaður og fjárfestingar milljóna manna séu í hættu verði ekki gripið til markvissra aðgerða til að afstýra hættulegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Í bréfinu er kallað eftir víðtæku samráði stjórnvalda og fjárfesta um stefnumótun í loftslagsmálum með það að markmiði m.a. að stórauka fjárfestingar í kolefnissnauðri tækni og setja metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Bréfið kemur í kjölfar svartrar skýrslu Alþjóðabankans um horfur í loftslagsmálum og nokkrum dögum fyrir 18. fund aðildarríkja Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Doha.
(Sjá frétt Business Green 20. nóvember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s