Lánshæfismat þjóða kann að vera ofreiknað í mörgum tilvikum, þar sem matsfyrirtæki taka ekki tillit til ástands náttúruauðlinda í útreikningum sínum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu undir yfirskriftinni „E-RISC: A New Angle on Sovereign Credit Risk“, sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) kynnti í gær. Í skýrslunni eru sett fram fyrstu drög að svonefndri E-RISC aðferðafræði sem gæti orðið grunnur að breyttum útreikningum matsfyrirtækja. Í þessari nýju aðferðafræði er m.a. tekið tillit til vistspors viðkomandi þjóðar (e. Ecological Footprint) í samanburði við líffræðilega getu landsins (e. biocapacity).
(Sjá frétt á heimasíðu UNEP í gær).