Erlendir fjárfestar og framleiðendur lífeldsneytis hafa keypt upp landsvæði á síðasta áratug sem hefðu dugað til að fæða nær þúsund milljón manns. Þetta kemur fram í skýrslu Oxfam sem kom út í dag. Um er að ræða spildur sem eru samtals u.þ.b. áttfalt stærri en Bretland. Þetta land hefur ýmist verið tekið undir orkugróður eða látið bíða eftir hærra endursöluverði. Mest hafa landakaupin verið í þróunarlöndum með alvarlegan hungurvanda. Þannig hafa nær 30% af öllu landi í Líberíu verið seld til stórra fjárfesta og um 65% af öllu ræktanlegu landi í Kambódíu. Í skýrslu sinni biðlar Oxfam til Alþjóðabankans að hætta stuðningi við landabrask af þessu tagi.
(Sjá umfjöllun The Guardian í dag).