Frá og með árinu 2016 munu hvorki glóperur né sparperur fást í verslunum IKEA, heldur eingöngu díóðuljós (e. light-emitting diodes (LED)). Með þessu gengur IKEA lengra en gerð er krafa um, en sem kunnugt er hefur innflutningur á glóperum af tilteknum styrkleika verið bannaður í löndum ESB. Díóðuljós eru enn talsvert dýrari en glóperur og sparperur, en þau eiga að geta enst í u.þ.b. 20 ár, þurfa mjög litla orku miðað við ljósmagn og innihalda ekki kvikasilfur. Líklegt má telja að ákvörðun IKEA flýti fyrir því að díóðuljós verði fáanleg í góðu úrvali og á viðráðanlegu verði, umhverfi og efnahag til hagsbóta.
(Sjá nánar í fréttatilkynningu IKEA í Svíþjóð 1. október).
Bakvísun: IKEA sjálfbjarga með orku | 2020