Staðbundnir gjaldmiðlar skapa ný tækifæri

Belgar sem fara sparlega með orku geta nú fengið umbun í formi sérstaks gjaldmiðils sem aðeins er hægt að nota til kaupa á umhverfisvænni vöru eða þjónustu í heimabyggðinni. Þar með er orðinn til tvöfaldur hvati til sparnaðar, því að orkureikningurinn lækkar að sjálfsögðu líka. Þetta er hluti af verkefninu INESPO (Innovative Instruments for Energy Saving Poilicies), sem hefur það m.a. að markmiði að draga úr óþarfri orkunotkun og stuðla að breyttri neysluhegðun. Staðbundnir gjaldmiðlar hafa víða verið teknir í notkun, en belgíska dæmið er sérstakt að því leyti að það tengist uppsetningu snjallmæla sem sýna hvar og hvenær orkan er notuð og gefa möguleika á hagstæðari orkukaupum þar sem verð er breytilegt eftir álagi.
(Sjá nánar í frétt á heimasíðu sænska ríkisútvarpsins 3. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s