Bílaframleiðandinn Nissan og orkufyrirtækið Fortum hafa gengið frá samstarfssamningi um uppbyggingu innviða fyrir hraðhleðslu rafbíla. Settar verða upp 50 stöðvar á vel völdum stöðum við aðalvegi milli höfuðborga Norðurlandanna. Gert er ráð fyrir að á þessum stöðvum verði hægt að hlaða rafbíl á borð við Nissan LEAF upp í 80% á 20 mínútum. Verkefnið er liður í þróun Charge-and-drive hugmyndarinnar sem Fortum hefur unnið að um nokkurt skeið.
(Lesið fréttatilkynningu á vefsíðu Dagens Industri í gær).