Noregur er rafbílaland nr. 1

Noregur er rafbílaland nr. 1 samkvæmt nýrri skýrslu frá sænsku samtökunum Gröna bilister. Það sem af er árinu hafa rúmlega 2.500 rafbílar verið seldir í Noregi, þar af 463 í ágúst (3,5% af öllum nýskráningum). Helstu ástæður þessarar miklu velgengni eru sagðar vera markvissar aðgerðir norskra stjórnvalda. Þar eru rafbílar undanþegnir virðisaukaskatti og skráningargjöldum, greiða lægri bifreiðagjöld, mega nota forgangsakreinar, greiða lægri eða enga vegtolla og fá ókeypis í bílastæði og bílaferjur. Hið opinbera styður einnig við uppbyggingu hleðslustöðva og annarra innviða, auk þess sem þeir sem aka rafbílum fá greidd hærri kílómetragjöld og 50% afslátt af skatti á bílahlunnindi.
(Sjá nánar í frétt á heimasíðu Gröna bilister í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s