Sala á lífrænum vörum í norskum verslunum jókst um tæp 11% á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra, þrátt fyrir litla sem enga aukningu á innanlandsframleiðslu. Heildarsalan á þessu tímabili var 555 milljónir norskra króna (tæpir 12 milljarðar ísl. kr). Mestur var vöxturinn í sölu á eggjum og barnamat, eða um 30%. Mjólkurvörur eru hins vegar langstærsti vöruflokkurinn á þessum markaði, en þar jókst salan milli ára um 5,7%. Gert er ráð fyrir áframhaldandi söluaukningu á síðari hluta ársins.
(Sjá nánar í fréttatilkynningu Landbúnaðarstofnunar Noregs í gær).