Kínversk stjórnvöld kynntu á dögunum þá fyrirætlan sína að setja jafnvirði 372 milljarða bandaríkjadala (um 39 þús. milljarða ísl. kr.) í verkefni til að bæta orkunýtingu í landinu. Þetta er liður í áætlun Kínverja um að minnka orkunotkun á hverja framleiðslueiningu í iðnaði um 21% milli áranna 2010 og 2015 og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á hverja einingu í landsframleiðslu um 40-45% milli áranna 2005 og 2020. Hvað sem þessum áformum líður jókst heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í Kína um 9% á síðasta ári og nemur nú 29% af losun á heimsvísu.
(Sjá nánar í frétt PlanetArk 23. ágúst sl).