1.400 einnota kaffimál í breska umhverfisráðuneytinu á degi hverjum

Um 1.400 einnota kaffimál eru notuð í breska umhverfisráðuneytinu á hverjum einasta degi og á síðustu 5 árum keypti ráðuneytið 2,5 milljónir slíkra íláta þrátt fyrir fyrirheit umhverfisráðherrans um að draga úr magni plastúrgangs. Þessar upplýsingar koma fram í gögnum sem Frjálslyndir demókratar hafa fengið afhentar í krafti upplýsingalaga. Hingað til hefur mötuneyti ráðuneytisins ekki boðið upp á neina fjölnotabolla, en 200 slíkir voru loks keyptir 31. október sl. Frjálslyndir demókratar hafa lagt til að lagt verði 5 pensa gjald (7 ísl. kr.) á einnota kaffimál, enda hafi gjaldtaka af plastpokum skilað miklum árangri í baráttunni við sóun. Neðri deild breska þingsins hefur einnig verið stórtæk í einnota málunum, en á síðasta ári keypti kaffistofa þingsins 1.000 slík mál fyrir hvern þingmann. Áætlað er að á hverju ári hendi Bretar um 3 milljörðum einnota mála og að aðeins eitt af hverjum 400 þeirra fari í endurvinnslu.
(Sjá frétt The Guardian 21. nóvember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s