Skordýraeitur en ekki zika-veira orsök dverghöfuðs?

399421Hópar argentínskra og brasilískra lækna telja að ekki sé hægt að kenna zika-veirunni um fósturskaðafaraldurinn sem nú geisar í Brasilíu, þar sem fjöldi barna hefur fæðst með dverghöfuð (e. microcephaly). Ekki hafi verið sýnt fram á tengsl veirunnar við fósturskaðann, enda hafi veiran aðeins greinst í 17 dverghöfuðtilfellum af 404 sem skoðuð hafi verið. Þá hafi ekki komið upp eitt einasta dverghöfuðtilfelli hjá þeim 3.177 verðandi mæðrum sem greindar hafi verið með zika-veiru í Kólumbíu, og jafnvel á svæðum þar sem 75% íbúa eru smituð af zika-veirunni hafi engin fæðst með dverghöfuð. Læknarnir telja líklegra að fósturskaðann megi rekja til skordýraeitursins pýriproxýfens, sem notað hefur verið í stórum stíl á þeim svæðum þar sem flest dverghöfuðtilfellin hafa komið upp. Þar hefur efninu m.a. verið blandað í drykkjarvatn frá því á árinu 2014 í þeim tilgangi að drepa lirfur moskítóflugunnar.
(Lesið frétt The Ecologist 10. febrúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s