Sjálfbærni í brennidepli á NorthSide tónlistarhátíðinni

northsideUm 80% af öllum mat og rúmlega 50% af öllum kranabjór sem seldur var í sölubásum á NorthSide tónlistarhátíðinni í Árósum sl. sumar var lífrænt vottað auk þess sem meira en helmingur þess úrgangs sem féll til á hátíðinni var flokkaður til efnisendurvinnslu. Mikil áhersla hefur verið lögð á að auka sjálfbærni viðburðarins með sérstakri áherslu á orkunýtingu, endurnýtingu, úrgangsflokkun og lífrænar matvörur. Aðstandendur hátíðarinnar segja að kröfurnar verði enn strangari á næsta ári, enda sé stefnt að því að allur matur og drykkur verði lífrænt vottaður og að hátíðin verði úrgangslaus (þ.e.a.s. að enginn blandaður úrgangur falli til).
(Sjá frétt Økologisk landsforening 11. janúar)