Samningur um losun frá flugumferð væntanlegur á næsta ári

flugumferdLíklegt þykir að samningur um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá flugumferð náist á næsta ári, en losun frá flugi fellur ekki undir loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Samningagerð um samdrátt í losun frá flugumferð er í höndum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og því er ekki minnst á flugumferð í nýjum loftslagssamningi SÞ. ICAO vinnur að þróun markaðslegra stjórntæka sem gera flugfélögum kleift að draga úr losun með kaupum á losunarheimildum og kolefnisjöfnun samhliða því sem unnið er að alþjóðlegum viðmiðunarmörkun fyrir hágmarkslosun frá flugvélum. Erfitt hefur reynst að ákveða hvernig flugfélög eigi að mæla og reikna losun og hvernig taka eigi á mismunandi efnahagsþróun í aðildarríkjum og hjá flugfélögum. Stofnunin vonast til að hægt verði að kynna flugfélögum markaðstengt fyrirkomulag í september á næsta ári þegar frekari útfærslur liggja fyrir.
(Sjá frétt PlanetArk 11. desember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s