Ólöglegt efni í 49 hárvörum

hairsprayEfnaeftirlit Umhverfisstofnunar Danmerkur (Miljøstyrelsen) fann ólöglega lofttegund í 49 hárvörum á dönskum markaði sem stofnunin tók nýlega til athugunar. Í framhaldi af þessu hefur sala á þessum vörum verið bönnuð. Samtals voru skoðaðar 120 hárvörur sem seldar eru í úðabrúsum og fannst lofttegundin R152A (díflúoretan) í 49 þeirra. Bannað hefur verið að nota efnið í úðabrúsa í Danmörku allt frá árinu 2002, ekki þó vegna skaðlegra áhrifa á heilsu heldur vegna þess að R152A er öflug gróðurhúsalofttegund. Eitt framleiðslufyrirtækjanna sem um ræðir var kært til lögreglu þar sem Miljøstyrelsen hefur áður haft afskipti af fyrirtækinu vegna svipaðs máls.
(Sjá frétt á heimasíðu Miljøstyrelsens 8. desember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s