Í Bretlandi hefur nýr vettvangur fyrir úthlutun matarafganga verið kynntur á samfélagsmiðlum til að auðvelda samskipti góðgerðarsamtaka og verslunarkeðja. Vettvangurinn, sem nefnist Neighbourly Food, gerir góðgerðarsamtökum kleift að skilgreina þarfir sínar varðandi matargjafir og auðveldar þannig leitina að samstarfsaðilum. Verslanir geta að sama skapi fundið góðgerðarsamtök sem hæfa framboði af afgangsmatvöru með tilliti til staðsetningar og „best-fyrir merkinga“. Vettvangurinn gerir þannig aðilum kleift að bregðast hraðar við breytingu á eftirspurn og framboði afganga og draga þannig verulega úr sóun. Bretar hafa lagt mikla áherslu á að minnka matarsóun þrátt fyrir að Framkvæmdastjórn ESB hafi nýlega tekið ákvörðun um að ákvæði um lögbundna minnkun matarsóunar yrði ekki hluti af stefnumótunarpakka ESB um hringrásarhagkerfið (e. Circular Economy Package).
(Sjá frétt EDIE 8. desember).