Banna Bandaríkjamenn míkróplast?

microbeadsFulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt lagafrumvarp sem bannar sölu á snyrtivörum sem innihalda míkróplast. Frumvarpið bíður nú samþykktar öldungadeildarinnar og ef af verður kemur bannið til framkvæmda 1. júlí 2017. Míkróplast er farið að hafa veruleg áhrif á vistkerfi Vatnanna miklu og er velgengni frumvarpsins talin tengjast því að miklu leyti. Sem dæmi um ástandið má nefna að um 1,1 milljón plastagna fannst í hverjum ferkílómetra Ontariovatnsins í rannsókn sem gerð var 2013. Einn frummælenda lagafrumvarpsins orðaði það svo að „við munum berjast gegn hverri þeirri starfsemi sem ógnar okkar elskuðu vötnum“. Nú þegar hafa ríkin Illinois og Kalifornía sett lög sem banna vörur með míkróplasti og Ohio og Michigan eru einnig með slíkt í undirbúningi. Þrjú af þessum fjórum ríkjum liggja að Vötnunum miklu.
(Sjá frétt the Guardian í dag).

2 hugrenningar um “Banna Bandaríkjamenn míkróplast?

  1. Bakvísun: Obama samþykkir bann við míkróplasti! | 2020

  2. Bakvísun: Obama staðfestir bann við míkróplasti! | 2020

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s