Fljótandi vindmyllur við Skotland

29244Ríkisstjórn Skotlands hefur veitt leyfi fyrir stærsta fljótandi vindorkugarði heims sem olíurisinn Statoil ætlar að setja upp út af austurodda Skotlands við Peterhead. Þarna verður komið fyrir fimm fljótandi 6 MW vindmyllum og er vonast til að þær geti samtals framleitt 135 GWst af raforku á ári, sem nægir u.þ.b. 20 þúsund heimilum. Ætlunin er að hefjast handa við verkefnið á næsta ári. Með þessu vill Statoil sýna fram á að tæknin sé samkeppnishæf, en fljótandi vindorkugarðar eru frábrugðnir hefðbundnum vindorkugörðum í hafi að því leyti að vindmyllurnar standa ekki á botni, heldur fljóta þær í yfirborðinu, eru tengdar saman með rafmagnsköplum og haldið stöðugum með akkerum. Tæknin nýtist þar af leiðandi á mun dýpri hafsvæðum en ella. Rannsóknir benda til að stofnkostnaður stórra verkefna af þessu tagi geti farið niður í 85 sterlingspund/MWst, en meðalkostnaður við botnfasta vindorkugarða er um 112 pund/MWst.
(Sjá frétt EDIE í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s