Snuð sem seld eru í Noregi eru laus við krabbameinsvaldandi efni ef marka má úttekt sem Umhverfisstofnun Noregs (Miljødirektoratet) gerði á dögunum. Leitað var að nítrósamínum og nítrósamínmyndandi efnum í 18 tegundum af snuðum úr latexi og sílikoni sem keypt voru í norskum verslunum. Ekkert snuðanna reyndist innihalda slík efni. Flest nítrósamín eru krabbameinsvaldandi, en efni af þessu tagi leynast iðulega í vörum úr latexi og sílikoni.
(Sjá frétt á heimasíðu Miljødirektoratets 2. nóvember).